Þekkingarþing haldið í dag

Þekkingarþing á vegum Fljótsdalshéraðs verður haldið í dag fimmtudaginn 10. maí. Þingið er liður í því að þróa áfram þekkingarsamfélag á Héraði. Það er von skipuleggjenda þingsins að það verði vel sótt af íbúum sveitarfélagsins.

Þekkingarþingið er haldið í Menntaskólanum á Egilsstöðum milli kl. 13.00 og 17.00 og er dagskráin eftirfarandi:

13.00 - Þekkingardrifið samfélag á Fljótsdalshéraði, stefna og áherslur – Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri
- Þekkingardrifið samfélag - ný sjónarhorn -
13.10 - Hvað er þekkingardrifið samfélag – Ívar Jónsson, prófessor
13.30 - Atvinnu- og byggðaþróun í þekkingardrifnum samfélögum í Evrópu – Lilja Mósesdóttir, prófessor
- Þekkingarsamfélagið Fljótsdalshérað – staðan í dag -
13.50 - Þekkingarstarf í stofnunum sveitarfélagsins – Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi
14.05 - Samantekt um þekkingarstarf í Fljótsdalshéraði – Stefanía Kristinsdóttir, verkefnastjóri
- Þekkingardrifið samfélag á Fljótsdalshéraði – hvert á að stefna, hvað þarf að gera -
14.25 - Fjögur mikilvægustu verkefnin næstu árin og leiðir til að raungera þau
Starfshópar
- Leik- og grunnskólar sveitarfélagsins
- Framhaldsskólar, háskólanám og rannsóknir
- Nýsköpun í atvinnulífi, rannsóknir og þróunarstarf
- Skapandi greinar, þjónusta og verslun
15.10 – Kaffihlé
15.25 - Kynning á niðurstöðum úr hópavinnu
15.55 - Umræður um niðurstöður hópavinnu og forsendur þróunar þekkingardrifins samfélags í Fljótsdalshéraði
16.15 - Viðbrögð og áherslur stjórnmálaflokkanna
16.45 - Samantekt – Ívar Jónsson
17.00 - Þingslit og léttar veitingar


Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur markað sér þá stefnu að efla sveitarfélagið sem framsækið þekkingarsamfélag þar sem verðmætasköpun og vöxtur byggi ekki síst á hagnýtingu þekkingar hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.

Helstu markmið stefnunnar eru að...
Sveitarfélagið verði ávallt meðal þriggja öflugustu þekkingarsvæða á landsbyggðinni. Mikilvægur liður í því er uppbygging þekkingarseturs á Egilsstöðum þar sem gert verði ráð fyrir öflugu þekkingarstarfi og samþættingu rannsóknastarfsemi, háskólamenntunar og nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs. Til lengri tíma litið þróist sérhæfð háskólastofnun í sveitarfélaginu.

Sveitarfélagið verði þekkt fyrir að fylgja nýjum straumum og stefnum í þekkingarsamfélögum og hafi frumkvæði að því að ryðja nýjar brautir í hagnýtingu þekkingar á öllum sviðum samfélagsins.

Allar menntastofnanir verði byggðar upp og reknar af metnaði og framsækni. Sveitarfélagið stuðli að nýsköpun og þróun þekkingarstarfs innan sveitarfélagsins með því að standa vel við bakið á öllu skóla- og þekkingarstarfi.