- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á morgun, þriðjudaginn, 24. mars verður kynningarfundur í Austurbrú um tækifæri og styrki í Evrópusamstarfi í tengslum við Erasmus+ menntaáætlun ESB og Creative Europe menningaráætlun ESB. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Austurbrúar, Tjarnarbraut 39e á Egilsstöðum en hægt verður að vera í fjarfundi í Kaupvangi á Vopnafirði, Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, Kreml á Norðfirði og Breiðdalsvík og fleiri stöðum ef óskað er. Fundurinn hefst klukkan 9 með skráningu og kaffi og stendur til klukkan 12.
Menningarsjóður Evrópusambandsins hefur ekki verið kynntur fyrir okkur hér á Austurlandi lengi en umsóknarfrestur er í haust. Þá er líka hægt að sækja í minni sjóðir til tengslaneta og undirbúnings samstarfs í haust. Auk þess er kynning á menntunaráætlunum. Takið eftir að óskað er eftir því að menn skrái sig fyrirfram á www.erasmusplus.is og þar má einnig sjá nánari upplýsingar um fundinn.