Sveitarstjórnarkosningar á Fljótsdalshéraði

Kjörstaður við sveitarstjórnarkosningarnar þann 31. maí verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Kjörfundur hefst klukkan 09.00 og lýkur klukkan 22.00.

Kjördeildir verða tvær. Í kjördeild nr. 1 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur, hverra nöfn byrja á bókstafnum A til og með bókstafnum R. Í kjördeild 2 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum S – Þ og íbúar í Fellabæ, Eiðum og Hallormsstað og í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.
Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki.
Á kjördag meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Talning atkvæða fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefst að kjörfundi loknum.

Yfirstjórn Fljótsdalshéraðs 19. maí 2014.
Bjarni G. Björgvinsson, Einar Rafn Haraldsson, Erlendur Steinþórsson