Miðvikudaginn 3. júní var gengið formlega frá stofnun svæðisráðs foreldrafélaga við grunnskólana á Fljótsdalshéraði. Með stofnun svæðisráðsins er orðinn til formlegur samstarfsvettvangur foreldrafélaganna og um leið málsvari foreldra grunnskólanemenda.
Svæðisráðið eða Héraðsforeldrar, eins og þau kalla sig, mun veita fræðslunefnd umsagnir um ýmis mál og verða sveitarfélaginu til ráðuneytis um skóla- og fjölskyldumál. Tilgangur svæðisráðsins er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum. Svæðisráð mun skipa fastan fulltrúa foreldra úr sínum hópi sem áheyrnarfulltrúa á fundum fræðslunefndar auk þess sem það tilnefnir fulltrúa í fulltrúaráð Heimilis og skóla og tryggir með þeim hætti beina aðkomu og virk tengsl við landssamtök foreldra.
Formaður svæðisráðsins á fyrsta starfsári þess var kjörin Sigrún Blöndal, áheyrnarfulltrúi á fundi fræðslunefndar var kjörinn Skúli Björn Gunnarsson og fulltrúi í fulltrúaráð Heimilis og skóla, Þorbjörg Ásbjörnsdóttir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.