Sundlaugin opnar á ný og skriðsundsnámskeið í boði

Sundlaugin á Egilsstöðum verður opnuð á ný eftir viðgerðir að morgni föstudagsins 14. september. Hún verður opin í vetur virka daga frá klukkan 6.30 til 20.30 en um helgar frá 10.00 til 17.00.

Á mánudaginn byrjar þar þriggja vikna skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna. Kennt verður þrisvar í viku, mánudag, þriðjudag og fimmtudag frá 19.30-20.30. Það er Sundeild Hattar sem býður upp á þetta og Örn Hjartarsson íþróttakennari og sundþjálfari kennir.   Þeir sem hafa hug á að læra skriðsund – eða synda það betur skyldu sækja um sem fyrst á sunddeildhattar@gmail.com því aðeins fáir komast á á námskeiðið.

Þá byrjar sundnámskeið fyrir krakka í 1. tiil 3. bekk sem vantar upp á sundgetu á miðvikudaginn. Kennari er Guðbjörg Björnsdóttir. Kennt verður í 8 skipti, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 16.00 til 16.45 og laugardaga frá 11.00 til 11.45. Fullorðinsnámskeiðið kostar 8000 krónur en krakkanámskeiðið 7000. Skráning á bæði námskeiðin er á sunddeildhattar@gmail.com.