- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í sumar verður starfræktur vinnuskóli á vegum Fljótsdalshéraðs. Við ráðningar í stöður flokksstjóra er litið til þess hvort umsækjendur:
Gefi leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé afl að úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylli þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.
Hafi góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.
Hafi reynslu af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.
Séu reyklausir.
Séu hæfir til að vera nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.
Hafi bílpróf.
Séu sjálfstæðir, skipulagðir og sýni frumkvæði í starfi .
Séu tuttugu ára eða eldri.
Starf flokksstjóra felst í að stjórna starfi hóps nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efl a liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 4 700 700 og á freyr@egilsstadir.is.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum sveitarfélagsins og á heimasíðunni www.fljotsdalsherad.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12 eða á netfangið freyr@egilsstadir.is.
Umsóknarfrestur er til 30. mars 2014.
Verkefnastjóri umhverfismála