Sumartími í sundlauginni og dans í íþróttamiðstöðinni

Sundlaug Egilsstaða er opin klukkutíma lengur á sumrin en á veturnar, eða frá 1. júní og út ágúst. Opið verður frá klukkan 6.30 til 21.30 virka daga en frá 10 til 18 um helgar.

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Íþróttamiðstöðinni að notendur fá kort með strikamerki  sem þeir þurfa að nota við mætingar í þrek og sund. Starfsfólk í afgreiðslu veitir nánari upplýsingar.

Þá verður dansnámskeið í íþróttahúsinu í sumar. Brogana Davison heldur námskeið fyrir stráka og stelpur á aldinum frá 5 til 16 ára.  Það hefst mánudaginn 10. júní og lýkur þriðjdaginn 27. júní.  Brogana tekur við skráningum í síma 663 6292 eða á brogandans@gmail.com

Tímatafla og verð:
5-6 ára. Má+Mi. 17.15-18.00 (x6 45 mín.) 4.500 kr
7-9 ára. Má+Mi. 18:15-19:00 (x6 45 mín.) 4.500 kr.
10-12 ára. Þr+Fi. 17:15-18:15 (x6 60 mín.) 6.000 kr.
13-16 ára. Þr+Fi. 18:30-19:30 (x6 60 mín.) 6.000 kr.