Ný ljósmyndasýning hefur verið sett inn á vef Héraðsskjalasafns Austfirðinga www.heraust.is.
Í þessari sumarsýningu kennir ýmissra grasa og eru myndirnar, sem teknar eru á árabilinu 1950-2000, komnar víða að.
Nokkrar eru úr stærri söfnum sem Héraðsskjalasafnið varðveitir, eins og safni vikublaðsins Austra og söfnum blaðamannanna Önnu Ingólfsdóttur og Sigurðar Aðalsteinssonar. Aðrar koma úr einkasöfnum sem Ljósmyndasafnið hefur fengið til varðveislu.
Í sýningunni gefur að líta myndir frá ýmsum atburðum, atvinnulífi, samkomum og ferðalögum, auk þess að að valdar hafa verið nokkrar myndir af einstaklingum og hópum frá mismunandi tíma. Allar hafa þær sögu að segja og gefa okkur, t.d. upplýsingar um mannlíf, klæðaburð og hártísku á hverjum tíma.
Skráningu mynda er endalaust hægt að bæta og eru allar upplýsingar vel þegnar. Sími Héraðsskjalasafnsins er 471 1417 og netfang heraust@heraust.is.
Myndin sem fylgir fréttinni er af vef Héraðsskjalasafnins og er kynnt þannig Þrír peyjar á stuttbuxum. Aftan á myndinni sem tekin er á Seyðisfirði standa nöfnin Jói, Sveinn og Ingvi. Full nöfn peyjanna eru óþekkt. Myndina tók Vilbergur Sveinbjörnsson í kringum miðja 20. öld.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.