Sumarstörf í boði í sláttuhóp og við vélslátt

Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum til að sinna grasslætti og rakstri á opnum svæðum sveitarfélagsins. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1998 eða fyrr. Reynsla af orfaslætti er mikill kostur.

Þá er laus til umsóknar sumarstarf við vélslátt hjá Fljótsdalshéraði. Starfsmaðurinn kemur til með að sinna grasslætti á sláttutraktor í eigu sveitarfélagsins, auk þess sem hann hefur umsjón með vinnu sláttuhóps. Krafist er vinnuvélaréttinda til að sinna starfinu.

Umsóknafrestur er til 26. apríl nk., en ráðningartími verður frá 11. maí til 28. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknum skal skila á eyðublaði, merktu „Umsókn um sumarvinnu hjá Fljótsdalshéraði“, sem er á heimasíðu sveitarfélagsins, undir hnappnum „Umsóknir“.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri umhverfismála á netfanginu freyr@egilsstadir.is eða í síma 4 700 700.
Skipulags- og umhverfissvið