Sumarstörf á vegum Fljótsdalshéraðs

Á heimasíðu Fljótsdalshéraðs (undir hnappnum „Störf í boði“) hafa verið auglýst ýmis fjölbreytt sumarstörf. Störfin eru einkum ætluð skólafólki en aðrir, sem hafa áhuga á að vinna utandyra í sumar, geta einnig sótt um.

Umsóknum skal skila á eyðublöðum merktum „Umsókn um sumarvinnu hjá Fljótsdalshéraði“, sem eru á heimasíðu sveitarfélagsins, undir hnappnum „Umsóknir“.

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri umhverfismála á netfanginu freyr@egilsstadir.is eða í síma 4 700 700.