Sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs

Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar vegna sumarleyfa starfsmanna frá og með 21. júlí til og með 4. ágúst 2014. Sumarlokunin verður með sama hætti og undanfarin ár. Svarað verður í síma á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar umrædda daga og reynt að koma áríðandi erindum til úrvinnslu, eftir því sem tök verða á. Öll starfsemi verður þó í algeru lágmarki, enda langflestir starfsmenn fjarverandi í sumarleyfum sínum.

Skrifstofustjóri.