Sumarlokun á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs

Vegna sumarleyfa starfsfólks, verða bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs lokaðar frá og með 22. júlí til og með 5. ágúst.
Opnað verður aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Símsvörun verður þó á hefðbundnum símatíma og reynt að leiðbeina fólki eftir föngum og veita upplýsingar um neyðarþjónustu.

Í  matar-  og kaffitíma er ekki unnt að sinna símsvörun af fullum mætti, en ef viðkomandi nær ekki sambandi er um að gera að reyna aftur stutt síðar.