- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarstjórnar þann 19. júní sl. var eftirfarandi bókun samþykkt, varðandi sumarleyfi bæjarstjórnar og fundi bæjarráðs á þeim tíma:
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar miðvikudaginn 6. febrúar 2013 hefst sumarleyfi bæjarstjórnar að afloknum fundi þann 19. júní, en fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 21. ágúst. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fundardagar bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verði sem hér segir: 26. júní, 10. júlí, 24. júlí og 14. ágúst. Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.