Sumarleyfi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. júní sl. að sumarleyfi bæjarstjórnar 2016 hefjist frá og með 16. júní, og standi til og með 9. ágúst.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 17. ágúst og þar næsti fundur verður 7. september.

Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Bæjarráð heldur fundi eftirtalda daga með fullnaðarafgreiðsluumboð: 20.júní, 27. júní, 4. júlí, 11. júlí og 8. ágúst.