Sumarhátíð UÍA um helgina

Sumarhátíð UÍA verður haldin dagana 24. – 26. ágúst á Egilsstöðum. Keppt verður í sundi, golfi fyrir 16 ára og yngri, frjálsum íþróttum og knattspyrnu fyrir 6. flokk. Mótið er haldið á sama tíma og Ormsteiti fer fram og því ætti nóg að vera að gera fyrir þátttakendur og gesti mótsins.

Dagskrá
Föstudagur 24. ágúst
18:00-21:00 Golfmót UÍA og Intrum á Ekkjufellsvelli
18:00-21:00 Sundmót í sundlaug Egilsstaða

Laugardagur 25. ágúst
09:00-12:00 Sundmót í sundlaug Egilsstaða
11:00-13:00 Knattspyrnumót 6. flokks á Vilhjálmsvelli
13:00-17:00 Austurlandsmót í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli

Sunnudagur 26. ágúst
10:00-14:30 Austurlandsmót í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli

Nánari upplýsingar um Sumarhátíðina er að finna á www.uia.is og um Ormsteitið á www.ormsteiti.is