Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 8. - 10. júlí

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer að vanda fram á Egilsstöðum dagana 8. til 10. júlí. Dagskrá hátíðarinnar er einkar fjölbreytt og glæsileg og alveg ljóst að fólk á öllum aldri ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki er aðeins um hefðbundnar íþróttagreinar að ræða, heldur má einnig nefna ritlistarsmiðjur í umsjón Kött grá Pjé og Viktoríu Blöndal, kökuskreytingar, brettalistir og parkour, fornleika, frisbí og zumba, bogfimi og rathlaup, svo eitthvað sé nefnt.

Dagskrána og nánari upplýsingar um keppnisgreinar má finna á heimasíðu UÍA www.uia.is eða hér
Íbúar fjórðungsins og gestir eru hvattir til að taka þátt í þessari skemmtilegu hátíð.