Sumarfjör á Héraði 2014

Upplýsingar um tómstundastarf og námskeið ýmis konar sem haldin verða í sumar fyrir börn og unglinga, eru nú aðgengilegar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Eins og áður er margt í boði, þannig að flestir ættu að finna eitthvað við hæfi í sumar. Meðal þess sem boðið verður upp á eru tónlistarsumarbúðir á Eiðum, sumarbúðir kirkjunnar við Eiðavatn, fimleikabúðir og fimleikaþjálfun, sundnámskeið, frjálsíþróttaæfingar og frjálsíþróttaskóli, íþróttaskóli, skólagarðar og smíðavöllur, golfkennsla, sumarfjör félagsmiðstöðva fyrir 7. bekkinga og knattspyrnuæfingar.

Með því að smella á gula borðann „Sumarfjör á Héraði 2014“ hér á heimasíðu sveitarfélagsins er hægt að nálgast yfirlit yfir það sem í boði er, eða með því að smella hér.