Sumarfjör á Héraði 2012

Upplýsingar um námskeið og tómstundastarf sem haldin verða í sumar, fyrir börn og unglinga, eru nú aðgengilegar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Alls eru það 13 aðilar á Fljótsdalshéraði, sem kynna ýmis konar starfsemi þannig að flestir ættu að vinna eitthvað við hæfi í sumar.

Með því að smella á gula borðann „Sumarfjör á Héraði 2012“ hér á heimasíðu sveitarfélagsins er hægt að nálgast yfirlit yfir námskeiðin, eða með því að smella hér.