Sumarfjör á Héraði 2011

Mikið framboð námskeiða stendur börnum og ungmennum til boða á Héraði í sumar. Hér á vefnum má sjá og prenta út bækling sem sýnir margt af því sem er í boði.

Dagskráin er fjölbreytt og ættu öll börn og unglingar á Fljótsdalshéraði að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er íþróttaskóli, fimleikar, skák, skólagarðar, strandblak, badminton eða eitthvað annað sem má sjá í bæklingnum.Takmarkað pláss er á sumum námskeiðanna þannig áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.