- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tour de Ormurinn 2015 hjólreiðakeppnin umhverfis Lagafljótið fer fram þann 15. ágúst. Þetta er í fjórða sinn sem keppnin fer fram en hún hófst árið 2012 og hefur keppendafjöldi farið stigvaxandi síðan þá.
Hjólaleiðir eru tvær, annars vegar 68 km og hins vegar 103 km og boðið er uppá einstaklings- og liðakeppni. Keppnin er opin öllum 14 ára og eldri. Hjólað er umhverfis Löginn í styttri hringnum en inn í botn Fljótsdals í þeim lengri. Rás- og endamark er á Egilsstöðum.
Mikil áhersla er lögð á öryggismál, unnið er í góðu samstarfi við lögregluna. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að framkvæmd keppninnar og hafa skipuleggendur keppninnar fengið mikið hrós frá þátttakendum fyrir öfluga og sýnilega brautarvörslu. Metnaður er lagður í að umgjörð keppninnar beri austfirskri menningu, sögu og náttúru glöggt vitni og hafa verðlaun til keppenda tekið mið að því og vakið verðskuldaða athygli.
Allar upplýsingar um keppnina og hvernig og hvar á að skrá sig má sjá hér og Facebooksíða keppninnar er hér.
Og svo fyrir langtaðkomna má minna á að það er flugtilboð í tengslum við keppnina. Afsláttur á ferðasæti og flutningur á einu hjóli.