Styrkjum úthlutað úr Spretti

Átta ungir íþróttamenn, fjórir þjálfarar og tvö félög fengu nýverið samtals 760.000 krónur þegar úthlutað var úr Spretti – styrktarsjóði Fjarðaáls og UÍA.
Styrkirnir að þessu sinni skiptast þannig að átta iðkendur undir 18 ára aldri skipta með sér 360.000 krónum hver. Fjórir styrkir, að upphæð 250.000 fara í fjögur verkefni sem tengjast þjálfun á svæðinu og tvö félög skipta með sér 150.000 til áhaldakaupa.

Fjarðaál leggur til 2,5 milljónir króna í sjóðinn í ár sem er milljón hærra en undanfarin ár. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Næst verður tekið við umsóknum í september en þá verður meðal annars úthlutað afreksstyrkjum. UÍA heldur utan um sjóðinn. Við úthlutun úr sjóðnum er lögð áhersla á barna- og unglingastarf og fjölbreytni.

Þau sem hlutu iðkendastyrki í þetta sinn voru  Alexandra Sigurdórsdóttir, fimleikar, Hetti,  Eiríkur Ingi Elísson, skíði, SKÍS,  Kamilla Marín Björgvinsdóttir, sund, Neista,  Kári Tómasson, mótorkross, VÍF,  Mikael Máni Freysson, frjálsar, Þristi,  Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, sund, Þrótti,  Steinunn Bjarkey Gunnlaugsdóttir, fimleikar, Hetti og Þuríður Lilý Sigurðardóttir, hestaíþróttir, Freyfaxa,  

Þjálfarstyrki hlutu Frjálsíþróttadeild Hattar vegna gestaþjálfara, Guðni Rúnar Jónsson, golfþjálfari, GKF, Unnur Ása Atladóttir, strandblak, Þrótti, 50.000 og Blakdeild Hattar, vegna þjálfaranámskeiðs.

Þá fengu Neisti og Valur félagastyrki. Neisti vegna frjálsíþrótta og vegna körfubolta.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá hluta styrkþega í vorúthlutun 2013. Aftari röð frá vinstri: Guðrún Pétursdóttir (Val), Pálmi Fannar Smárason (Neista), Unnur Ása Atladóttir, Áslaug Sveinsdóttir (Frjálsíþróttadeild Hattar), Lovísa Hreinsdóttir (Blakdeild Hattar), Guðný Björg Hauksdóttir (Alcoa). Fremri röð frá vinstri: Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, Steinunn Bjarkey Gunnlaugsdóttir, Alexandra Sigurdórsdóttir, Eiríkur Ingi Elísson og Mikael Máni Freysson.