Styrkjum úthlutað úr Fjárafli

Á fundi Fjárafls, fjárfestinga- og þróunarsjóðs sem hefur það sérstaka hlutverk að styðja við atvinnustarfsemi og búsetu í dreifbýli Fljótsdalshéraðs, sem haldinn var þann 8. mars síðast liðinn, var ákveðið úthluta tveimur styrkjum úr sjóðnum.

Annars vegar var ákveðið að styrkja  Eymund Magnússon um eina milljón krónur til þróunar og markaðssetningar á byggi og réttum úr byggi. Hins vegar var ákveðið að styrkja Eddu Kr. Björnsdóttur um fimm hundruð þúsund krónur til undirbúnings á “Grasa-Guddu”, sem er verkefni um úrvinnslu á staðbundnu jurtahráefni til matvælaframleiðslu s.s. úrvinnsla úr skógarsveppum og berjum.

Þá hefur verið ákveðið að ársfundur Fjárafls fjárfestinga- og þróunarsjóðs Fljótsdalshéraðs, verði haldinn í bæjarstjórnarsal Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, mánudaginn 26. mars 2007 klukkan 20:00. Allir eru velkomnir á ársfundinn.