Menningarráð Austurlands úthlutaði hátt í 100 menningarverkefnum styrkjum þann 27. janúar síðastliðinn. Samtals var úthlutað 30 milljónum króna, en hæstu styrkir námu einni milljón króna og þeir lægstu 100 þúsund krónum.
Menningarráð Austurlands er ætlað að efla menningarstarf á Austurlandi, en samstarfssamningur ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál var endurnýjaður af menntmála og iðnaðarráðherrum árið 2008. Samningurinn gildir til ársloka 2010. Umsóknir voru 140 í ár og má með sanni segja að lista og menningarlíf á Austurlandi er afar fjölbreytt og skemmtilegt. Úthlutun fór nú fram í 9 skipti. Í fréttatilkynningu frá Menningarráðinu kemur fram að sérstaka athygli hafi vakið þeirra hversu margir listamenn á Austurlandi sækja sjálfir um stuðning til verkefna sem þeir hafa áhuga á því að hrinda í framkvæmd. Þá benda þau á hversu mikilvægt er að fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sjái tækifæri í að efla samstarfið við listamenn á Austurlandi á þeim erfiðu tímum sem við búum við með auknu atvinnuleysi og þrengingum á vinnumarkaði. Listamenn hafi löngum verið helstu hugmyndasmiðir í nýsköpun og komið að gerð nýrrar vöru og vöruflokka. Aukið samstarf við listamenn sé afar mikilvægt fyrir framtíð og uppbyggingu á Austurlandi.
Fjöldan allan af styrkjum má tengja við Fljótsdalshérað, en aðkoma sveitarfélaga við menningarverkefni er alltaf að vera algengara. Þjóðleikur, samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Þjóðleikshússins og Vaxtarsamnings Austurlands fékk úthlutað frá Menningarráðinu 1.000.000 kr. Um er að ræða ný verk fyrir unglinga sem verða samin og sett upp af 13 leikhópum á Austurlandi. Einnig má t.d nefna að Frú Norma, atvinnuleikhús setti upp sýningar sínar á síðasta ári í flestum sveitarfélögum þrátt fyrir að æfingaraðstaða hafi verið í Sláturhúsinu. Frú Norma heldur áfram á sömu braut en leikhúsið fékk úthlutað 1.000.000 kr í þetta skiptið fyrir verkefnið Hrepparígur og Hreyfileikhús sem er nýtt íslenskt verk þar sem ungmenni á Austurlandi taka þátt í tengslum við vinnuskóla bæjarfélaga. Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi var úhlutað 800.000 kr, 700IS Hreindýraland kvikmynda og videohátíð á Austurlandi var úthlutað sömu upphæð og Austfirskur fjöllistahópur Austfirskt karnival var úthlutað 450.000 kr. Til stendur að byggja upp karnivalhóp á Austurlandi í samstarfi við karnivalhópinn Nanu Nanu International á Írlandi undir forystu Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Fyrr nefndur hópur kom og aðstoðaði einmitt við stórkostlega karnival stemmningu á Egilsstöðum á Ormsteiti í ágúst 2008. Önnur verkefni sem má nefna sem fengu styrki eru tvö leikverk hjá Leikfélagi Fljótsdalshérðs en framundan er uppsetning á austfirsku barnaleikriti og síðar verk sem er samið af austfirsku leikritaskáldi. Minjasafn Austurlands fékk styrk til sýningarinnar Ást og rómantík, safnafræðslu og miðlun sögu Kjarvalshvamms. Þá fékk Ólöf Björk Bragadóttir, bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs styrk fyrir verkefnið Fljótið og hringurinn sem eru vinnubúðir og sýning fyrir 10 15 listamenn.
Fjöldin allur af öðrum listamönnum og menningarverkefnum fengu einnig styrki, en upplýsingar um úthlutun styrkjana má sjá
hér.