Framlengdur umsóknarfrestur um styrki vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar.
Félagsþjónustur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fatlaðs fólks til að sækja um styrki til námskostnaðar og til verkfæra- og tækjakaupa.
Skv. Lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er heimilt að veita fötluðu fólki styrki eða fyrirgreiðslu vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir:
1. Styrki til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni.
2. Styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga.
Umsóknir skulu berast til Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs eða til Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, á eyðublaði sem hægt er að finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Umsóknarfrestur er til 27. maí n.k.
Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, sími 470 0700
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður. sími 470 9000
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.