Fljótsdalshérað hefur auglýst eftir umsóknum um styrki bæði til menningarverkefna og til íþrótta- og frístundaverkefna. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar og 1. mars, eftir því hvort sótt er um á sviði menningar eða íþrótta- og frístunda.
Hér koma auglýsingar frá menningarnefnd annrs vegar og íþrótta- og frístundanefnd hins vegar vegna styrkumsóknanna.
Auglýsing frá menningarnefnd Fljótsdalshéraðs.
Menningarnefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði Fljótsdalshéraðs.
Tilgangur sjóðsins er:
Að styrkja menningarverkefni á Fljótsdalshéraði.
Að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Fljótsdalshérað.
Að styrkja listamenn og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni.
Að gera tillögu um kaup og viðhald á útilistaverkum.
Að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni.
Til að hljóta greiðslu úr sjóðnum þarf viðkomandi að hafa lögheimili á Fljótsdalshéraði eða hafi haft þar lögheimili á síðastliðnum tveimur árum og þá hið minnsta í tvö ár samfellt.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2008
Umsóknum skal skila á sérstöku eyðublaði til Menningarnefndar Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið karen@egilsstadir.is. Umsóknareyðublaðið er á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is, eða hér.
Úthlutunarreglurnar er hægt að skoða á heimasíðunni www.fjotsdalsherad.is eða hér.
Menningarnefnd Fljótsdalshéraðs.
Auglýsing frá íþrótta- og frístundanefnd Fljótsdalshéraðs.
Íþrótta- og frístundanefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir umsóknum um styrk.
Um styrkinn geta sótt félög og aðilar sem sinna íþrótta-. tómstunda- og æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi.
Umsókn skal fylgja:
Yfirlit yfir fjárhagsstöðu umsækjanda, og deilda hans ef við á, fyrir síðastliðið ár.
Yfirlit yfir fjölda virkra iðkenda og kyn- og aldursskiptingu þeirra.
Fjárhagsáætlanir umsækjanda, og deilda hans ef við á, fyrir árið 2008.
Áætlanir umfang starfsins.
Við úthlutun verður einnig litið til:
Markmiða umsækjanda í æskulýðsstarfi.
Menntunar og reynslu leiðbeinenda, ásamt markmiðum með starfi þeirra.
Fjölbreytni og umfangs verkefna.
Virkni félagslegs starfs.
Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2008.
Umsóknir skal senda á sérstökum eyðublöðum til Íþrótta- og frístundanefndar Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið karen@egilsstadir.is. Umsóknareyðublaðið er á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalserad.is, eða hér.
Úthlutunarreglurnar er hægt að skoða á heimasíðunni www.fljotsdalserad.is eða hér.
Íþrótta- og frístundanefnd Fljótsdalshéraðs.