Stutt við bakið á íþrótta- og ungmennafélögum

Skrifað var undir fjóra samstarfs- og styrktarsamninga við íþrótta- og ungmennafélög á Fljótsdalshéraði í gær, þriðjudaginn 7. júní.

Félögin sem um ræðir voru Rekstrarfélag Hattar, Ungmennafélagið Þristurinn, Ungmennafélagið Ásinn og Fimleikadeild Hattar vegna 17. júní.

Tveir samninganna eru styrktarsamningar en samstarfssamningarnir eru við Rekstrarfélag Hattar sem sér alfarið um Vilhjálmsvöll og Fellavöll, og Fimleikafélagið sem sér um framkvæmd hátíðarhaldanna á þjóðhátíðardaginn. Fimleikadeildin hefur unnið það verkefni í umboði sveitarfélagsins með miklum myndarskap. Þetta samstarf íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar hefur gefið góða raun og er mikilvægt fyrir alla aðila að vel til takist. Bæjarstjóri undirritaði samningana með forsvarsmönnum félaganna. Verið var að endurnýja samningana en þeir hafa verið í gildi um nokkurt skeið.