Stuðningur til að bæta einangrun íbúðarhúsnæðis

Á síðasta fundi umhverfis- og héraðsnefndar Fljótsdalshéraðs var til umfjöllunar verkefni sem veitir styrki til að bæta einangrun íbúðarhúsnæðis á svæðum þar sem hitaveita er ekki til staðar.  Iðnaðarráðuneytið  í samvinnu við Orkustofnun/Orkusetur hafa ákveðið að styrkja húseigendur sem vilja endurbæta einangrun húsa sinna til að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun. Þetta verkefni fellur vel að stefnu Fljótsdalshéraðs um að draga úr orkunotkun um leið og það er atvinnuskapandi. Vill nefndin hvetja íbúa til að nýta sér þessa styrki.

Upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs www.orkusetur.is.  Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is. Umsóknarfrestur er til  30 .júní 2009