„Strandamaður sterki“, nýtt mót á Vilhjálmsvelli

Hreinn Halldórsson og UÍA standa fyrir nýju móti, Strandamanninum sterka stórkastaramóti 31. maí – 1. júní. Keppni fer fram á Vilhjálmsvelli.
Fréttst hefur að nokkrir af fremstu kösturum landsins hafi boðað komu sína svo sem Óðinn Björn Þorsteinsson einn fjögurra Íslendinga sem hefur varpað kúlunni yfir 20 m og hefur keppt fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lundúnum.

Keppt verður í eftirfarandi greinum og flokkum:
Kúluvarp (piltar og stúlkur 16-17 ára, piltar og stúlkur 18-19 ára og karlar og konur 20 ára og eldri)
Spjótkast (piltar og stúlkur 16-17 ára, karlar og konur 18 ára og eldri)
Kringlukast (piltar og stúlkur 16-17 ára, piltar og stúlkur 18-19 ára og karlar og konur 20 ára og eldri)
400 m hlaup (karlar og konur 16 ára og eldri)
200 m hlaup (karlar og konur 16 ára og eldri)
Langstökk (karlar og konur 16 ára og eldri)
Þrístökk (karlar og konur 16 ára og eldri)

Þátttökugjald er 500 kr á keppenda óháð greinafjölda.
Yfirdómari mótsins er Hreinn Halldórsson s: 8665582

Tímaseðill liggur fyrir í mótaforriti FRÍ innan tíðar og skulu skráningar berast þangað eða á skrifstofu UÍA í netfangið uia@uia.is eða í síma 4711353. Þar má einnig fá nánari upplýsingar um mótið.

Glæsileg austfirsk verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki.