- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Upplýsingar um almenningssamgöngur eru hér
Farnar eru sautján ferðir á dag. Ekið er á einum bíl alla virka daga og er lagt upp frá Fellabæ, eins og tímataflan hér að neðan tilgreinir.
Núverandi verktaki er fyrirtækið Sæti ehf sem er með netfangið hlynur@saeti.is og síma 867-0528 ásamt vefsíðuna www.saeti.is .
Íbúum Fljótsdalshéraðs gefst kostur á að nýta sér almenningssamgöngur í dreifbýli til og frá þéttbýliskjörnunum Hallormsstað og Brúarási, í tengslum við skólaakstur. Skólanemar ganga þó fyrir í þeim ferðum. Þessar ferðir eru gjaldfrjálsar.
Fjarðabyggð sér um sölu á mánaðakortum í Strætisvagna Austurlands. Nánari upplýsingar um ferðir gjaldskrá og sölustaði eru hér og hér.
Strætó.is
Strætó hóf áætlunarferðir á Norður- og Norðausturland í ársbyrjun 2013. Ekið er á milli Egilsstaða og Akureyrar. Hægt er að taka vagninn sem er númer 56 við Upplýsingamiðstöðina á Egilsstöðum og þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar um ferðirnar og kaupa miða.
Leiðakort og tímatöflur Strætó má sjá hér.