Störf í boði hjá Fljótsdalshéraði

Leikskólinn Tjarnarskógur á Egilsstöðum auglýsir eftir skólastjóra. Á Tjarnarskógi eru um 170 börn á 8 deildum og tveimur starfsstöðvum, Tjarnarlandi og Skógarlandi. Tjarnarskógur horfir til fjölgreindarkenninga Gardners í sínum starfsaðferðum. Gildi skólans eru Gleði, virðing, samvinna og fagmennska. Nánari upplýsingar um hæfniskröfur og stöðuna má sjá á vef Fljótsdalshéraðs undir flipa á forsíðu merkt „Störf í boði“.

Þá vantar tímabundið vegna veikinda starfsfólk í afleysingar á deildum við leikskólann Tjarnarskóg.  Um er að ræða tvær 100% stöður og eru stöðurnar lausar nú þegar.

Einnig  er auglýst eftir aðstoðarfólki í hlutastörf við Skólamötuneyti Fljótsdalshéraðs. Mötuneytið er í Egilsstaðaskóla og framleiðir hádegisverð fyrir Egilsstaðaskóla, Fellaskóla og leikskólana Tjarnarskóg og Hádegishöfða.

Umsóknarfrestur um leikskólastjórstöðuna rennur út 28. október en störfin við Skólamötuneytið þann 25. október. Sjá nánari upplýsingar hér.