Stígamót á Austurlandi

Fimmtudaginn 25. janúar verður haldinn kynningarfundur um tilraunaverkefni Stígamóta, félagsþjónustu Fljótdalshéraðs og félagsþjónustu Fjarðabyggðar.

Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun á næstu þremur mánuðum veita ókeypis viðtöl á hálfsmánaðarfresti við þá íbúa Austurlands sem þess óska. Viðtal þarf að panta í síma Stígamóta sem er 562 6868.

Fundurinn hefst kl. 20.30 og verður haldinn í Kirkjuselinu í Fellabæ, Smiðjuseli 2 (gengið inn að norðan).

Á fundinum verður rætt um kynferðisofbeldi, umfang þess og afleiðingar. Áhersla verður lögð á að segja frá starfsaðferðum Stígamóta og þeim góða árangri sem hægt er að ná þegar unnið er úr erfiðri lífsreynslu.  Að loknu tilraunaverkefninu verður það endurmetið og ákveðið hvort slík þjónusta verði til frambúðar á svæðinu.

Daginn eftir, eða föstudaginn 26. janúar, verður haldinn fundur í Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði kl. 9.00 og í Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 12.35.