Boðið verður upp á rappnámskeið í Sláturhúsinu menningarsetri fyrir stúlkur og kynsegin krakka frá 13 ára aldri helgina 9. og 10 febrúar. Leiðbeinendur verða þær Ragga Hólm, Steinunn Jóns og Þura Stína úr Reykjavíkurdætrum sem hafa verið að slá í gegn undanfarin misseri og unnu fyrir stuttu tónlistarverðlaun Evrópusambandsins, Music Moves Europe Forward Talent Awards.
Kennt verður frá klukkan 10 til 17 á laugardegi og á sunnudegi og gert er ráð fyrir uppskeruhátíð frá klukkan 17 til 18 sunnudaginn 10. febrúar í Sláturhúsinu.
Hægt er að skrá sig og frá frekari upplýsingar í mmf@egilsstadir.is. Námskeiðsgjald er 8.000 krónur.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.