- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir opnum fundi í Valaskjálf í dag, þriðjudaginn 14. júní, frá klukkan 17 og til 22.30. Markmið fundarins er að ræða stjórnarskrárbreytingar, einkum það sem viðkemur landsbyggðinni.
Stjórnlagaráðsfulltrúarnir Salvör Nordal, Ari Teitsson og Vilhjálmur Þorsteinsson flytja framsöguerindi ásamt heimamönnunum Smára Gestssyni, Stefáni Boga Sveinssyni og Stefaníu Kristinsdóttur. Pallborðsumræður verða eftir matarhlé.
Nánari upplýsingar má sjá í Dagskránni 23. tbl. á síðu 15.