Stefna í málefnum nýrra íbúa

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 7. október síðast liðinn, var samþykkt stefna í málefnum nýrra íbúa. Stefnan var unnin að frumkvæði eftirfylgniteymis SSA  af Kristínu Þyri Þorsteinsdóttur félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs og Sigríði H. Pálsdóttur móttökufulltrúa Fjarðabyggðar. Einnig komu Óðinn Gunnar Óðinsson, Stefán Bragason, Helga Steinsson, Hafliði Hafliðason og fleiri að þessari vinnu. Stefnan er að miklu leyti byggð á ritinu  „Svona gerum við,  leiðir að fjölmenningarlegu samfélagi á Austurlandi“, sem SSA gaf út í ársbyrjun 2007 og varð ákveðin fyrirmynd að stefnumótun í þessum málum bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Stefnan var kynnt á aðalfundi SSA á Seyðisfirði í lok september og því þar beint til sveitarstjórna  á svæðinu að þær tækju hana upp til samþykktar óbreytta eða þá aðlagaða að aðstæðum hvers og eins sveitarfélags. 
Stefnuna má finna í heild sinni hér á heimssíðu Fljótsdalshéraðs.