Stefna Fljótsdalshéraðs samþykkt í bæjarstjórn

Á fundi sínum í gær, 7. nóvember, samþykkti bæjarstjórn Stefnu og framtíðarsýn Fljótsdalshéraðs 2007-2027. Stefnan byggir á fjórum stoðum sem eru þekking, þjónusta, velferð og umhverfi. 

Framtíðarsýn Fljótsdalshéraðs byggir á tveimur gildum sem eru framsækni og virðing. Þessi gildi eru leiðarljós í allri starfsemi sveitarfélagsins.

Sýn bæjarstjórnar er sú að það eigi alla tíð að vera sérstök og eftirsóknarverð lífsgæði að búa á Fljótsdalshéraði, njóta þeirrar fögru náttúru og örugga umhverfis sem þar er og  taka þátt í að búa núverandi og komandi kynslóðum fyrirmyndarsamfélag.

Í framtíðarsýn og stefnu Fljótsdalshéraðs er horft til ársins 2027, eins og fyrr segir. Skýr stefna og metnaðarfull verkefni hafa þá treyst lífsgæði íbúanna og mótað framsækið og vaxandi sveitarfélag sem skilar íbúum og íslensku þjóðfélagi margþættum ávinningi á sviði þekkingar, þjónustu,  velferðar og umhverfismála.  Hægt er að nálgast stefnu Fljótsdalshéraðs hér.