Starfshópur um framtíðaruppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 21. maí að skipaður verði starfshópur um framtíðarskipulag og -uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Starfshópurinn mun hafa það hlutverk að fara yfir fyrirliggjandi gögn og framtíðarskipulag sem og uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Nefndin á að leggja fram tillögur sínar fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Starfshópinn skipa fimm manns.

Í starfshópnum eiga sæti formaður bæjarráðs, Jónína Rós Guðmundsdóttir, formaður íþrótta- og frístundanefndar, Maríanna Jóhannsdóttir, formaður fasteigna- og þjónustunefndar, Helgi Sigurðsson og tveir fulltrúar minnihlutans – þær Elva Dröfn Sveinsdóttir og Soffía Sigurjónsdóttir.