Starfshópur um byggingu tónlistarskóla

Á fundi bæjarráðs 28. maí var samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði þriggja manna starfshópur til að undirbúa byggingu nýs tónlistarskóla/listaskóla á Egilsstöðum.

 

 Tillagan felur í sér að hópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum meirihlutans og einum fulltrúa minnihlutans.

Gert er ráð fyrir að með hópnum starfi  fræðslufulltrúi, þróunarstjóri, fasteigna- og þjónustufulltrúi, menningarfulltrúi og skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Héraðs. Starfshópurinn skuli hafa það hlutverk að fara yfir fyrirliggjandi gögn og afla upplýsinga um húsnæðisþörf skólans miðað við framtíðarskipulag hans.