Starfsfólk bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs styður Útmeð‘a!

Starfsfólk bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs tók að þátt í að styrkja og styðja verkefnið Útmeð'á og …
Starfsfólk bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs tók að þátt í að styrkja og styðja verkefnið Útmeð'á og keypti sér peysur og bætur sem bera má með stolti. Þau skora á starfsfólk stjórnsýslu annarra sveitarfélaga að gera slíkt hið sama og sýna stuðning í verki.

Í nóvember síðastliðnum hélt ungmennaráð Fljótsdalshéraðs frábæran viðburð í Vegahúsinu í samstarfi við Útmeð‘a, samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins.

Í Vegahúsinu voru til sölu peysur og bætur, en í samvinnu við grafíska hönnuðinn Viktor Weisshappel hafa verið hannaðar peysur og bætur þar sem hver og einn getur útbúið sína eigin, einstöku peysu. Hugmyndin er að taka orð yfir ástand eða tilfinningar sem fólk á til að fela, setja á peysu og bera með stolti. Alls eru þrettán útgáfur af bótum með hugtökum á borð við kvíði, reiði, þunglyndi og seigla í boði en hægt er að kaupa eins margar bætur og hver vill og raða þeim á að vild. Mæting á viðburðinn var vonum framar og rann allur ágóði til Útmeð‘a.

Starfsfólk bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs tók að þátt í að styrkja og styðja við gott málefni og keypti sér peysur og bætur sem bera má með stolti. Nú skora þau á starfsfólk stjórnsýslu annarra sveitarfélaga að gera slíkt hið sama og sýna stuðning í verki.

Geðhjálp 
Útmeð‘a  
Hjálparsími Rauða krossins, 1717