Starf forstöðumanns við Rannsókna- og fræðasetur auglýst

Stjórn Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands hefur auglýst starf förstöðumanns Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Austurlandi laust til umsóknar.

Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Austurlandi er staðsett á Egilsstöðum og er vettvangur fyrir samstarf háskólans við sveitarfélög á Austurland, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Setrið er í nánu samstarfi við Þekkingarnet Austurlands.

Meginhlutverk setursins verður að efla starfsemi á vegum háskólans á Austurlandi með rannsóknum á samfélagsþróun í staðbundnu og alþjóðlegu samhengi. Jafnframt er setrinu ætlað að stuðla að margvíslegri háskólakennslu á Austurlandi og er ætlunin að halda þar norræn og/eða alþjóleg námskeið.

Verðandi forstöðumaður mun hafa umsjón með starfsemi setursins, starfsfólki, fjármálum og daglegum rekstri auk þess að leggja stund á eigin rannsóknir. Hann þarf að geta tekið að sér að leiðbeina háskólanemum í framhaldsnámi og aðra kennslu á háskólastigi. Nánari upplýsingar um starf forstöðumanns Rannsókna- og fræðaseturs er að finna hér:

http://www.starfatorg.is/serfr_stjornun/nr/11251

Umsóknarfrestur er til 22. september næstkomandi og er tekið mið af jafnréttisáætlun Háskóla Íslands við ráðninguna.