- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
STARF vinnumiðlun og ráðgjöf býður atvinnurekendum á Austurlandi til kynningarfunda um atvinnumál á svæðinu, þjónustu félagsins og þeim möguleikum sem standa atvinnurekendum til boða við ráðningar á atvinnuleitendum. Fundirnir verða tveir. Sá fyrri verður haldinn fimmutdaginn 30. maí í húsnæði Austurbrúar, Búðareyri 1, Reyðarfirði og sá seinni á Hótel Héraði á Egilsstöðum föstudaginn 31. maí. Báðir fundirnir eru kl. 12.00 14.00 léttar hádegisveitingar verða í boði.
Dagskrá fundanna:
Hvernig þjónustar STARF atvinnuleitendur og atvinnurekendur (Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri STARFs).
Kynning á verkefninu Liðsstyrkur 2013 (Runólfur Ágústsson verkefnisstjóri).
Gráa Gullið verðfellum ekki verðmæti reynslunnar (Jakob Þór Einarsson atvinnuráðgjafi STARFs).
Kynning á þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs á Austurlandi (Ásdís Sigurjónsdóttir ráðgjafi VIRK á Austurlandi).
Atvinnumál á Austurlandi (Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður Afls starfsgreinafélags).
Fundarstjóri verður Karen Erla Erlingsdóttir atvinnuráðgjafi STARFs á Austurlandi
Allir áhugasamir eru velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að tilkynna sig með netpósti: skrifstofa@starfid.is fyrir kl. 16.00 29. maí 2013. Fundirnir eru haldnir í samvinnu við Afl starfsgreinafélag á Austurlandi, Liðsstyrk og VIRK.