Sr. Þorgeir skipaður sóknarprestur á Egilsstöðum

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Þorgeir Arason í embætti sóknarprests Egilsstaðaprestakalls og Ólöfu Margréti Snorradóttur guðfræðing í embætti prests í prestakallinu. Frestur til að sækja um embættin rann út 15. apríl síðastliðinn. Tveir umsækjendur voru um embætti sóknarprests og fjórir um embætti prests.

Níu manna valnefnd prestakallsins fjallaði um valið undir formennsku prófasta og með ráðgjöf lögfræðings. Valnefndin lauk störfum í vikunni og skilaði niðurstöðum sínum til biskups. Hún hefur nú farið yfir gögn málsins og tekið ákvörðun um að skipa séra Þorgeir og Ólöfu Margréti.

Frétt af vefnum kirkjan.is