Spurningakönnun um Ormsteiti

Á heimasíðu Fljótsdalshéraðs liggur nú fyrir spurningakönnun þar sem leitað er eftir viðhorfi íbúa Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps til nokkura atriða er varða Ormsteiti. Í ár er haldið upp á 20 ára afmæli Ormsteitis, sem er héraðshátíð og haldin hefur verið víðsvegar á Héraði. Dagskrá hátíðarinnar er alltaf í endurskoðun. Nú er hafinn undirbúningur að dagskrá og fyrirkomulagi Ormsteitis sem haldið verður í ágúst 2013. Jafnframt er til skoðunar fyrirkomulag og tímasetning hátíðarinnar á komandi árum.

Stjórn Ormsteitis vill með könnun þessari leita leiða til að svara m.a. eftirfarandi spurningum:
·        Hvernig höldum við Ormsteiti?
·        Hvers virði er hátíðin fyrir samfélagið?
·        Hverju þarf að breyta og hvað má betur fara?
·        Hvaða tækifæri felast í hátíðinni fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök?

Það er von stjórnar Ormsteitis að sem flestir íbúar sveitarfélaganna sjái sér fært að taka þátt í könnuninni.
 
Hér er hægt að fara beint á spurningakönnunina.