Í vetur býður Ungmennafélagið Þristur upp á spennandi tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Um er að ræða fjölbreytt og lífleg námskeið annarsvegar í útivist ýmiskonar og hinsvegar fjallahjólreiðum.
Markmið útivistarnámskeiðsins er að að kynna fyrir börnum og unglingum þá mörgu og skemmtilegu möguleika sem felast í útivist og töfrum náttúrunnar. Aukinheldur að byggja upp seiglu og jákvætt viðhorf til gagnvart áskorunum og ævintýrum sem leynast við hvert fótmál þegar útivist er annars vegar. Meðal verkefna á námskeiðinu verða útileikir, hjólreiðaferðir, útieldun, fjallgöngur, rötun, listsköpun úr náttúrulegum efniviði og margt fleira.
Hjólreiðastarf Þristar hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og hefur Þristur í tvígang átt þátttakendur í WOW Cyclothon. Verður Fjallahjólafjör kennt á mánudögum í vetur og gert út frá Selskógi.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðu Þristar og á Facebooksíðu félagsins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.