Spennandi tímar fyrir skapandi fólk

Miðvikudaginn 16. mars verður haldinn kynningarfundur á vegum Þorpsins, Matís og Matvælamiðstöðvar um skapandi framleiðslu. Framsögur hafa Lára Vilbergsdóttir, sem kynnir starfsemi Þorpsins hönnunarsamfélags, Katla Steinsson, sem segir frá Húsi handanna, sölumiðstöð fyrir austfirskar afurðir og Guðjón Þorkelsson, sem segir frá starfsemi Matís og aðkomu að verkefnum hjá Matvælamiðstöð Austurlands.

Hafir þú áhuga á að skapa þér atvinnu t.d. með listhandverki eða með framleiðslu á mat úr héraði, eða standir í vöruþróun á eigin vöru, þá er þetta fundur fyrir þig.

Fundurinn er haldinn á Hótel Héraði og hefst kl. 20 og eru allir velkomnir.