Spáin góð og vænst góðrar þátttöku í hreinsunarátaki

Um helgina, 8. og 9. maí, koma margir íbúar Fljótsdalshéraðs væntanlega til með að taka til hendinni í görðum sínum og næsta nágrenni. Veðurspáin er góð og því vænst góðrar þátttöku við hreinsun og fegrun umhverfisins.

Íbúarnir eru ekki síður hvattir til að taka höndum saman og mynda hópa sem snyrta sitt nánasta umhverfi. Ef þörf er á aðstoð við að koma ófrágengnum svæðum utan einkalóða í ásættanlegt horf, má senda óskir þar um á freyr@egilsstadir.is. Gaman væri að fá myndir og frásagnir af hópum sem láta hendur standa fram úr ermum um helgina, sendar á netfangið fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is. Áformað er að birta úrval mynda og frásagna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs eftir helgi, íbúum til hvatningar og upplyftingar.

Meira um málið hér.