- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Nýtt dagatal, þar sem fram koma dagsetningar sorphirðu á Fljótsdalshéraði, er komið á heimasíðu sveitarfélagsins. Að þessu sinni eru gefin út tvö dagatöl, annað fyrir þéttbýlið en hitt fyrir dreifbýlið. Fyrirkomulagið á sorphirðunni árið 2010 verður óbreytt frá því sem var fyrir áramót. Þó með þeirri undantekningu að yfirleitt er gert ráð fyrir að losanir í dreifbýlinu taki sjö daga í stað um fjögurra áður, sem auðveldar mönnum að fylgja áætluninni.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér dagatölin, hafa greiða aðkomu að sorpílátum sínum þá daga sem losun er áætluð og halda áfram að flokka jafn vel og hingað til. Hér er hægt að nálgast soprhirðudagatölin og aðrar upplýsingar um sorphirðuna.