Soroptimistar bjóða konum á námskeið

Soroptimistaklúbbur Austurlands býður stúlkum og konum 18 ára og eldri á hressandi og gefandi fjögurra klukkustunda vinnustofu sem miðar að því að byggja upp sjálfstraust og leiðtogahæfi í eigin lífi.

Vinnustofan verður haldin laugardaginn 1. febrúar klukkan 11 og 16 í Menntaskólanum á Egilsstöðum og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Báru Mjöll í síða 896 0339 eða á netfangið sor.aust@gmail.com fyrir 28. janúar.

Leiðbeinandi verður höfundur vinnustofunnar, Rúna Magnúsdóttir stjórnendamarkþjálfi. Vinnustofan var valin fyrirmyndarverkefni árið 2013 hjá Evrópusamtökum Soroptimista.

Aðeins er pláss fyrir 20 konur í hvorum hóp – en nokkur pláss eru enn laus.