Vel tókst til þegar gengið var í Taglarétt síðasta miðvikudag, 6. september, en gangan sú var hluti af Lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands í september. Var mjög vel mætt og göngufólk á öllum aldri.
Á morgun, miðvikudaginn 13. september, verður önnur gangan af fjórum farin. Í þetta sinn er um að ræða sögugöngu um Egilsstaðabæ. Verður gangan með leiðsögn og er tilgangur hennar að kynnast nærumhverfinu og fræðast um bæinn okkar. Gangan er létt og því tilvalin fyrir bæði unga sem aldna.
Hægt er að skrá sig í gönguna á heimasíðu Ferðafélags Íslands [http://lydheilsa.fi.is/#skraning] og er mæting í göngurnar klukkan 18 við skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, að Tjarnarási 8.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.