- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Af gefnu tilefni viljum við beina því til foreldra og annarra sem nýta leikvelli í sveitarfélaginu með börnum að gæta vel að smitvörnum. Vinnum markvisst að því að gæta hæfilegrar fjarlægðar milli barnanna þar sem þau leika sér.
Jafnframt er mikilvægt að gæta þess að börn þvoi hendur bæði fyrir og eftir notkun leiktækjanna og auðvitað er um að gera að þau séu með vettlinga þegar þau leika sér á leiktækjunum.
Þetta er eitt af góðum tilefnum til að árétta mikilvægi smitvarna fyrir börnunum og minna þau á handþvottinn. Eins og alltaf er mikilvægt fullorðnir gangi á undan með góðu fordæmi.
Það er um að gera að nýta leikvellina en afar mikilvægt að sýna ábyrgð og gæta smitvarna.