Smiðjur í útivist og sköpun

Smiðjur fyrir börn á miðstigi í grunnskóla. Markmiðið með smiðjunum er að skapa vettvang fyrir börn til að leika og vinna saman að uppbyggjandi og skemmtilegum viðfangsefnum í útivist og sköpun. Það verður farið í leiki, skapandi verkefni og vettvangsferðir. Dagskráin tekur mið af áhugasviði og styrkleikum þátttakenda ásamt því að kynna þau fyrir nýjum og áhugaverðum verkefnum út frá fagþekkingu leiðbeinandanna.


1. Sköpun og útivist / 15. júní – 26.júní / Fyrir hádegi (9-13) / Sláturhúsið
Á þessu námskeiði verður lögð megin áhersla á sköpun með vettvangsferðum. Leiðbeinandinn fer með þátttakendum í ýmis skapandi leiki og kennir meðal annars ritlist. Þátttakendur og leiðbeinandi hittast í Sláturhúsinu á Egilsstöðum en fara þaðan saman, þangað sem dagskráin leiðir þau. Dagskrá og ítarlegri upplýsingar um verkefni og ferðir verður send á foreldra þátttakandana.
Leiðbeinandi: Kristian Guttesen, kennari úr Menntaskólanum á Egilsstöðum.

2. Útivist og sköpun / 29. júní – 10. júlí / Eftir hádegi (13-17) / Nýung
Á þessu námskeiði verður lögð megin áhersla á útivist, skemmtilega leiki og verkefni í náttúrunni. Þátttakendur og leiðbeinandi hittast í Félagsmiðstöðinni Nýung og fara þaðan saman, þangað sem dagskráin leiðir þau hverju sinni.
Leiðbeinandi: Þórdís Kristvinsdóttir, leiðsögumaður og skáti.


Gjald: 8.000 krónur fyrir tímabilið. Eitt tímabil er alla virka daga í tvær vikur.
Adda Steina, tómstunda- og forvarnarfulltrúi tekur við skráningum á netfangið: addasteina@egilsstadir.is og í síma 865-3650.